Yoga Nidra  djúpslökun er byggð upp þannig að hún hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Þú kemur þér fyrir liggjandi á yoga dýnunni og leifir huganum að reika fyrst um sinn. Þú meðtekur orð leiðbeinandans og fylgir þeim eftir. Hugur og líkami komast í jafnvægi og þú færð endurnærandi hvíld. Yoga Nidra gefur hámarksslökun á lágmarkstíma og hefur hjálpað mörgum sem átt hafa við svefnleysi að stríða.

„Hálftíma Yoga Nidra jafngildir fjögurra tíma svefni.“ (Swami Satyananda). Yoga Nidra er kerfisbundin aðferð til að þróa með sér slökunarhæfileika og innri árvekni..

Það er gott að gera Yoga Nidra þegar maður er útkeyrður og spenntur,