
UM YOGAHOFIÐ
YogaHofið var stofnað vorið 2019 í kjölfar útskryftar eiganda úr jóganámi. Fyrst um sinn var YogaHofið ekki með aðsetur og kenndi Rakel Eyfjörð fyrst á Dalvík í íþróttarhúsinu. Leigði hún sal þar og hélt námskeið. Um Haustið 2020 var komið að því að finna stað á Akureyri og fannst hann í Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Salurinn opnaði í ágúst 2020 og var með aðsetur í Sunnhlíð 12. og rúmaði hann um 15-20 manns í tíma.
Tekið var fagnandi á móti þeim kennurum sem vildu fúsir deila salnum saman og kenna sína tíma í lifandi stundaskrá. Hver kennari var samt á eigin vegum og gefur það kennurum frjálsræði í kennslu. Það ríkiti jafnvægi,vinátta og samvinna milli kennara.
Kennarar í YogaHofinu lögðu metnað sinn í að hjálpa nemendum sínum að hlusta á sitt innra sjálf hverju sinni og finna hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann sinn.
Vorið 2022 urðu beitingar vegna framkvæmda í Sunnuhlíð og hausti 2022 breitist rekstrarform YogaHofsins með kennslu bæði í sal og á netinu. Færðist kennsla eiganda inn í Danskólan Step í Sunnuhlíð 12.
Jóga er ævaforn list sem kennir okkur að vera til staðar í augnablikinu. YogaHofið vonar að nemendur upplifi þá gleði sem þessi iðkun veitir.