Um Yoga Hofið
Velkomin í YogaHofið sem er hönnuður og eigandi af StoðkerfisJóga / TMSS Yoga . Það er boðið upp á allt á netinu. Video jógatíma í beinni , jógatíma og æfingar í video möppu, jógaáskoranir, jóganámskeið, podcast /hlaðvarp og ókeypis efni til að hjálpa þér að dýpka jógaiðkun þína. Reyndur leiðbeinenda er hér til að leiðbeina þér hvert einasta skref á leiðinni
Um Stoðkerfisjóga
Stoðkerfisjóga tímar eru ekki hefðbundir jógatímar heldur röð af æfingar kerfi til að vinnameð stoðkerfinu.
Hugmyndafræði tímanna
Þegar stoðkerfið er komið í klípur þá er oft ekki gott að vera í erfiðis tímum sem innhalda mikla snerpu, eins og spinning,bodypump,lyftingar eða þessháttar. Allt eru það góðir tímar en ekki fyrir líkama sem er jafnvel að stíga sín fyrstu skref eftir langt frí frá hreyfingu, jafnvel eftir meiðsl á líkamanum eða jafnvel andlegt burnout.
Þegar stoðkerfið er komið í lás og taugakerfið jafnvel á núlli þá þarf að fara varlega af stað á ný. Einhver hreyfing getur jafnvel verið kvalafull og þá þarf að vinna sérstaklega með það fyrst áður en haldið er af stað í æfingar sem innihalda snerpu.Flestir leita þó í að fara í snerpu æfingar og athafast í erfiðum styrktar æfingum og fá janvel lítið sem ekkert aðstoð í tímum eða fá jafnvel ekki dómgreind kennarans að passa upp á sig eða personulega nálgun.
Það skaða jafnvel stoðkerfið meira ,veldur meiri verkjum og jafnvel ennþá erfiðara að byrja upp á nýtt.
Verkir í stoðkerfi líkamans getur oft leitt af sér aðra kvilla eins og streitu, ofþreytu, minnisleysi, svefnvandamál ,stífleika og einbeitingarskort. Í Stoðkerfisjóga eru kenndar góðar æfingar til þess að draga úr áhrifum verkja í stoðkerfinu og ná því betur að fá slökun í líkamann og auka bónus er að hann styrkist í leiðinni. Með því að skoða getu líkamans hverju sinni í æfingum lærir þú að hlusta á líkama þinn -hver er getan þín í dag og sýna honum mildi.
Stoðkerfisjóga námskeiðin hafa hlotið vinsælda og er að bera mikinn árangur á iðkendum bæði í tímum og eftir námskeiðið.
Þessir tímar eru hannaðir fyrir alla og ekki síst fyrir þá sem vilja fá að kynnast sér og getu sinni á ný.
Tímarnir í beinni á netinu
Hver tími byrjar á að jaðtengja sig og koma sér inn í umhverfið sitt og draga athygglina að sér,
því það er mikilvægt er að vera meðvitaður í líkamanum þegar við stundum Stoðkerfisjóga. Við vinnum markvist að hverjum líkamsparti fyrir sig í tímum ,til að ná sem bestum árangri, Í tímunum eru gerðar léttar og styrkjandi æfingar og lærir að tengja öndun við hreyfingar,samhæfa öndun og hreyfingu. Notað er yoga props (kubba,bönd,nuddrúllu,bolta og stól) til að aðstoða líkaman sem best svo þú getir aðlagað stöðurnar sem best að þér. Í tímunum eru gerðar góðar tegju æfingar til að losa um stífleikann í liðum og vöðvum,léttar styrktar æfingar til að virkja innstu vöðva líkamans ,nuddum með mjúkri rúllu/bolta til að losa um fasíuna og mykja þreitta. Síðast en ekki síst þá lærir að hlusta á líkama þinn hverju sinni og sýna þér myldi. Mikið Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.
Tímarnir eru settir upp ca svona :
-
5- 10 mínútur jarðtengja sig/öndun
-
10 mínútur mjúk upphitun/tegjur
-
10-15 mínútur æfingar eftir líkamsparti
-
10-15 mínútur tegjur/rúlla
-
20 mínútur Slökun
Hægt er að kaupa stakan tíma eða áskriftarleiðir.
Hittu Leiðbeinanda þinn
Rakel Eyfjörð
Rakel Eyfjörð hefur tileinkað sér að hjálpa fólki, sem glímir við ójafnvægi í stoðkerfinu, að finna betri líðan á líkama og sál. Stoðkerfisjóga (TMSS Yoga) er æfingakerfi sem Rakel hannaði sjálf eftir að hafa glímt lengi við sársauka í líkamanum og fann sig ekki í hefðbundnum jóga tímum. Tímarnir voru oft mjög flóknir, krefjandi og með of mikla snerpu fyrir hana sem gerði það að verkum að stoðkerfisvandi hennar jókst frekar en ná bata. Í upphafi hannaði Rakel þessar jógaseríur fyrir sig sjálf og fór fljótlega að finna betri líðan í líkamanum og eftir hverjn tíma fann hún árangur og bata. Í dag leggur hún sig fram við að veita bestu jógaupplifun fyrir aðra, alla þá sem eru með einhverskona ójafnvægi í stoðkerfinu. Námskeið og tímarnir í TMSS Yoga eru fullkomnin blanda af jógafræðum, bandvefslosun og sjálfs- sjúkraþjálfun. Hver og einn getur sniðið æfingakerfið að sýnum þörfum með notkun myndbanda safnsins sem er í boði. Rakel er alltaf innan handar með ráðleggingar fyrir hvern og einn ef þörf er á og hægt er að senda emil eða skilaboð sem er svara við fyrsta tækifæri.
Allt er hannað af Rakel sem er eigandi frá upphaf, hún er með einkarétt á kennslu í Stoðkerfisjóga/ TMSS Yoga sem er einnig skrásett vörumerki í hennar eigu
svo þú veist að þú ert í góðum höndum.


Kennsluréttindi
YogaVin .Reykjavík
Vinyasa/ 270
Scott Morre.USA
Yoga Nidra/ 50
Yoga Body. USA
Flex,fasia & musculs/ 80
Yoga nám í fasíulosun,vöðvaslökun og mýkingu liða .
Útskrifaðist og lauk námi 2020
Yoga Body.USA
Bandvefslosun/150
CoE í Bretlandi
Law of Attraction / 150
Réttindi til kennsluaðferð og fræði um aðdrátt jákvæðninnar.
Útskrifaðist 2021
CoE í Bretlandi
Ayurveda / 150
CoE í Bretlandi
Body Love / 150
CoE í Bretlandi
Face Yoga / 150

Vertu í sambandi
Ertu með spurningu eða viltu vita meira um námskeið,tíma og tilboð? Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Þú getur líka skoðað FAQ hlutann okkar til að fá svör við algengum spurningum.