top of page

Jógabúnaður/Props

Jógabúnaður eða props eru hlutir sem gerir jógaiðkun auðveldari og skilvirkari. Þeir geta gert stöður öruggari og afkastameiri , þeir eru sérstaklega gagnlegt hjálpartæki til að ná stöðum sem annars væri ervitt að koma sér í og halda lengi. Líkaminn þarf oft mun meiri stuðning í jóga en við gerum okkur grein fyrir og hér getur þú leisð um hvert fyrir sig.

the-nix-company-biX8sBfNcPc-unsplash.jpg

Dýna/Motta

Jógadýnan er nauðsynlegustu og er notuð í allar gerðir af jóga. Mottur veita gott grip - hún er stöm við gólfið og kemur í veg fyrir að þú rennir til , einnig veita þær líkamanum smá mýkt þegar þú iðkar. 

Mottur koma í ýmsum þykktum - þunn motta er ca 4-6 mm, og hjálpar hún við að auka stöðugleika og jafnvægi í iðkun.  Sumum finnst betra að nota þunna og þá er 6 mm algegnust. þykkari mottan er ca 8-10 mm og hjálpar hún við að vermda auma vöðva og liði, veitir meiri þægindi í íðkun. Í stoðkerfisjóga mæli ég með að fá sér 8-10 mm dýnu til að byrja með.

Band/Straps

Jógaband einnig þekktar sem Strapsi, eru gagnlegar fyrir iðkendur með stífa vöðva í fótuleggjum, handleggjum og öxlum. Straps aðstoðar þig við að tegja dýpra á öruggan hátt og eikur hraðar losun á stífleika vöðvanna.  

Bönd koma í ýmsum lengdum og gerðum.   jógabönd eru gerðar úr endingargóðum og óteygjanlegum bómull eða pólýester og eru með stillanlegar sylgjur sem hægt er að losa eða herða eftir þörfum þínum. Hefðbundir lengd er 280 cm og henta þau vel fyrir allar æfingar en gott er að eiga minni gerðina líka fyrir æfingar á handleggjum.

yoga-straps-overview.jpg

Kubbur/Block

Jógakubba eru einnig þekktir sem blocks, er oftast framlengin á handleggjum í  Asana svo þeir hjálpa þér að ná meiri stöðuleika,dýpka tegjur og halda betur stöðum. Í stoðkerfisjóga eru blokkir mikið notaðar sem stuðning, bæði í stöðum,hvíld og tegjum. Er það til að létta á líkamanum í heild sinni.

Yfirleitt er notað 2.kubbar og vanalega bara selt 1 í einu.

Jógakubbar geta verið gerðir úr froðuefni, korki, tré eða bambus.

Í stoðkerfisjóga er mælt með mýkri kubbum svo tré kubbar henta ekki.

Hlífðarpúði/Pands

Jóga hnépúði veiti meiri mýkt og létti á hnjánum þegar þú ert í krúpandi stöðum. Einnig er gott að notast við hnépúðana fyrir framhandleggi og ulnliði þegar við á í stöðu. Það dregur úr þrýsingi á verkjuð svæði í líðamótum. Hægt er að nota teppi sem veitir mýkt fyrir hnéi en er of sleipt fyrir handleggina. Einnig er til er sérstakur búnaður fyrir hendur sem heitir Wedge og er það mjókkandi jógablokk sem breitir þrístipunktum á höndum, fótum og mjaðmagrind á mottunni. Hún styður við  vel við liðamótin þín og er gagnleg fyrir alla sem þjást af liðagigt eða plantar fasciitis. Ef þú ert með úlnliðsmeiðsl léttir blokkin verulega á þrýstingi á úlnliðnum.

all_knee_pads_fanned.jpg
bolster-round_group_resized.jpg

Púði/Bolster

Jóga púði eða Bolster er langur, mjór púði sem þú getur sett undir ýmsa hluta líkamans til að veita auka stuðning og aðgengi. Púðinn eru þéttari en koddar og er oft með bókahveiti eða korni í svo hann fletjist ekki út. í . Púðinn eru sérstaklega gagnlegur fyrir stöður sem eru haldnar í langan tíma.

Í stoðkerfisjóga er hann mikið notaður því hann veitir svo góðum stuðning við allan líkamann í flest öllum stöðum ,frá því að sitja í lotusblóminu í og fara í djúpar tegjur , einnig er hann ómissandi í Nidra hvíld.

Huleiðslupúði er lítill hringlóttur púði sem er notaður til að sitja á í lengri tíma eða skemur og  hann er einnig hægt að nota í sumar stöður.

Boltar

Nuddboltar eru til í mörgum stæðrum, gerðum og stífleika. Boltarnir eru notaðir við sjálfsnudd, við losun á facíu og hreyfa við bóglum í vöðvum. Hann er oft notaður í þrýsitpunktameðferð. Ráðlagt er að nota mjúkann bolta þegar byrjað er stoðkerfisjóga til að fara ekki of geist í nuddinu. Notkun á bolta  getur veitt sársauka um líkamna á meðan notkun er og verður að nota hann rétt svo ekki verði sköpuð meiri meiðsl og sárauka um líkaman. Með tímanum er hægt að fá sér stífari bolta en ráðlagt er að byrja með mjúkum.

YOGABOLTAR.jpeg
van_dragt_122916_0216_how_to_choose_foam_rollers_lg.jpg

Rúlla

Nuddrúlla er til í mörgum gerðum,stæðum og stífleika. Best er að fá sér smáa rúllu sem passar í töskuna ,hún mun vinna á öllum vöðvum líkamans  jafnt og stærri, stærri rúlla er bara ekki eins meðfærileg. Rúllan er notuð til að losa um stífa vöðva og hreyfa við facíunni, hún er líka notuð sem stuðningur í vissum stöðum. Ráðlagt er að fá sér milli stífa en ef miklir stoðverkir eru um líkaman er best að byrja á mjög mjúkri.

Teppi og leppar

Jógateppi er hægt að nota bæði í iðkun og svo hvíld.  Hún er þunn með stamt undirlag svo þú rennir ekki til á gólfinu.  Í stoðkerfisjóga er ekkert endilega ætlast til að nota jógateppi því einungis er verið að nota teppi í hvíld. Gott er að hafa notalegt teppi sem skapar innri vellíðan á meðna hvíld er. Leppar eða augnpúðar er einnig notað í hvíld og veitir hún öritla þyngingu um augnsvæðið sem skapar dýpri ró, sumum finnst það samt of mikið en mæli með því að prófa það. Teppi og leppar er samt val hvers og eins.

1656445082-benevolence-la-1656445078.jpg
bottom of page