Námskeið á netinu og hljóðbók
Yoga Nidra
Nú er hægt að kaupa sér Nidra námskeið á netinu og einnig áskrift að hljóðbók.
Með netnámskeiði þá ertu að fá 8 vikur að frábæru efni um Yoga Nidra og áhrif þess á líkamann og sál. Námskeiðið innihenldur hlj.
Þannig að þú getur hlustað hvenær og hvar sem er og tekið Nidra hvíld.

Tímarnir
Þú kemur þér fyrir lyggjandi á dýnu, líkaminn á að vera beinn frá tám til höfuðs ,fætur örlítið í sundur til að létta á spjaldhryggnum, gott er að hafa púða undir hnjám. Hendur með síðu og lófa vísa upp til að létta á herðablöðum og einnig til að meðtaka. Passa þarf að láta sér ekki verða kalt á meðan Nidtan er svo mikilvægt að hafa hlýtt í herberginu og teppi,einnig má hafa púða undir höfu. Ef þú hinsvegar getur einganvegin legið í þessari stöðu þá lyggur þú eins þér finnst best. Einnig má sitja.
leifir huganum að reika fyrst um sinn og ferðs svo að meðtaka orð leiðbeinandans og fylgir þeim eftir.
Að gera Yoga Nidra ætti að vera auðvelt en fyrir marga getur reinst ervitt að ná einbeitningu að núinu og draga athygglina að sér svo Nidra er frábær leið til þess.
Hugmyndafræði
Yoga Nidra er æfaforn hugleiðslu og djúpslökunar aðferð og er kerfisbundin aðferð til að þróa með sér slökunarhæfileika og innri árvekni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir yoga nidra vakandi svefn ,líkaminn er kjurr en meðvitundin hreyfist og hugurinn hvílir í djúpri kyrrð.Hún er góður undirbúningur fyrir hugleiðslu og að ná dýpri og ná berti skilning sjálfinu.
Vitað er að Yoga Nidra gefur hámarksslökun á lágmarkstíma og hefur hjálpað mörgum sem átt hafa við svefnleysi,áfallastreitu og kulnun að stríða.
Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn
Samhæfing á Öndun,slökun,núvitund,líkamsvituns og tengingu við sig sjálft er Yoga Nidra.
Margir hafa notið góðs af því að iðka yoga nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Heilsufræði ýmiskonar benda okkur á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða.
Margir hafa fundið mikla heilsubót á líðan , bæði andlega og líkamlega vellíðun í því að iðka yoga nidra.
